Við vinnum að betri framtíð
Við erum leiðandi á sviði grænnar efnafræði og ætlum okkur enn lengra. Við leggjum metnað okkar í stuðla að bjartari framtíð með því að hanna sjálfbæra tækni í efnaiðnaði.
Teymið hjá Gefn
Lykilstarfsmenn og stjórnendur Gefnar hafa yfirgripsmikla þekkingu í rannsóknum og þróun á nýrri tækni og framleiðsluferlum. Í hópnum eru einnig sérfræðingar í að byggja upp nýsköpunarfyrirtæki frá grunni.
Framkvæmdastjóri og stofnandi
Ásgeir Ívarsson
B.Sc Efnafræði frá Háskóla Íslands
M.Sc.Eng Efnaverkfræði frá Chalmers.
Ásgeir er stofnandi Gefns og hefur áratuga reynslu í endurvinnslu og nýtingu úrgangsefna.
Ásgeir starfaði sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður hjá Carbon Recycling International. Áður starfaði hann hjá Mannvit sem verkefna- og hönnunarstjóri ásamt því að vera meðeigandi. Ásgeir hefur einnig verið í ýmsum kennara og leiðbeinandastöðum.
Tæknistjóri og meðeigandi
Ragnar H. Guðjónsson
Rafmagnsverkfræðingur (M.Eng.) frá University of Sheffield.
Sjálfvirkni: Framkvæmdastjóri, rafmagnshönnun og forritun, eigandi. Mannvit (áður VGK): Rafmagnsverkfræðingur og verkefnastjóri, meðeigandi.
Samey: stjórnbúnaðarhönnun.
Stjórnarformaður
Ragnheiður H. Magnúsdóttir
Vélaverkfræðingur (M.Sc.) frá University of Aalborg.
Formaður tækninefndar vísinda- og tækniráðs.
Veitur: Forstöðumaður framkvæmda.
Hugsmiðjan: Framkvæmdastjóri.
Stjórnarseta í fjölmörgum fyrirtækjum og ráðum.
Véltæknifræðingur
Erlingur Guðleifsson
Master of Business Administration (MBA) frá HÍ, véltæknifræðingur (B.Sc.) frá HR.
Héðinn: Framkvæmdastjóri HPP Solutions, verkefnastjóri, véltæknifræðingur, rennismiður.
Efnafræðingur
Daníel A. Tómasson
Efnafræðingur (M.Sc. og B.Sc.) frá HÍ.
Stundakennsla við HÍ og HR fyrir og samhliða starfi hjá Gefn.
Skrifstofustjóri
Ragnar Ólason
Efnaverkfræðingur (M.Sc.) frá DTU, efnafræðingur (B.Sc.) frá HÍ.
Norðurál: Verkfræðingur. Íslenska Pólýólfélagið: Framleiðslustjóri. Skeljungur: Sölustjóri efnavöru. Kennari.
Viltu ganga til liðs
Við erum hluti af víðtæku tengslaneti sem stöðugt er að leita að leiðum til að auka þekkingu sína
Hafir þú áhuga á að innleiða nýja verkferla til að draga úr umhverfisáhrifum eða leitar þú að leiðum til að innleiða nýja græna tækni? Við búum yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu sem getur nýst þínu fyrirtæki við að ná markmiðum sínum. Við höfum starfsfólk sem hefur áratuga reynslu á sviði grænnar tækni, aðgang að niðurstöðum ítarlegra rannsókna á því sviði en búum einnig yfir dýrmætri sérfræðiþekkingu.