Tækniþróun í grænni efnafræði

Tækni Gefnar byggir litlum og sveigjanlegum einingum sem fljótlegt er að tengja við núverandi framleiðslueiningar í t.d. matvælaframleiðslu. Það þýðir að uppsetningin veldur lágmarks truflun á fyrirliggjandi rekstri. Einnig er hægt er að breyta vinnsluferlinu á stuttum tíma.

Umhverfisvæn framleiðsla

Tækni Gefnar gerir það kleift að vinna efni úr m.a. verðlausum úrgangi sem fellur til við matvælaframleiðslu. Þau efni sem verða til eru notuð sem grunnur við margvíslega efnaframleiðslu t.d. á hreinlætis- og snyrtivörum. Það er ekki síst mikilvægt þar sem í dag byggir slík framleiðsla yfirleitt á óumhverfisvænum efnum sem unnin eru úr jarðefnaeldsneyti. Markmið Gefnar er að minnka notkun þessara óumhverfisvænu efna og skipta þeim út fyrir önnur sem eru umhverfisvænni. Á þann hátt er hægt að gera efnavinnslu umhverfisvænni en hægt er í dag. Vinnsluferli Gefnar er umhverfisvænt, tryggir minni notkun á jarðeldsneyti og er til viðbótar kolefnishlutlaust.

Sveigjanleg framleiðsla

Ein af einingum Gefnar er tengd við matvælaframleiðslu sem skyndilega verður uppiskroppa með hráefni. Brugðist er við með því að kaupa annað hráefni og breyta vinnslunni. Við það fellur til annar úrgangur sem vinna þarf úr. Gefn gerir ráð fyrir þessu og hefur tryggt að einfalt er að bregðast við með því að breyta vinnsluferlinu.

Afurðin sem verður til í framleiðslueiningu Gefnar lækkar skyndilega í verði en önnur afurð hækkar. Aftur er auðvelt að bregðast við og breyta framleiðslunni þannig að hætt er að framleiða verðlitlu afurðina og í staðinn farið að framleiða þá dýrari.

Vinnum verðmæti úr aukaafurðum og úrgangi

Við framleiðslu á lífdísli, fituíðefnum, omega-3 fiskiolíu og öðrum afurðum úr lífolíu myndast of mikið magn verðlítilla aukaafurða eða hreinlega úrgangs, svo sem glýseról, fitusýrur og þríglýseríð.
Tækni Gefnar gerir fyrirtækjum kleift að vinna vermætar afurðir (íðefni) úr þessum úrgangi á einfaldan og umhverfisvænan hátt. Vinnslan er staðbundin en einfalt er að færa einingar Gefnar ef aðstæður breytast. Við vinnsluna eru glýseróli, fitusýrum og þríglýseríðum unnin með efnahvörfum við alkóhól, karboxýlsýrur og CO2. Íðefnin sem til verða við framleiðsluna nýtast sem séríðefni, leysiefni eða milliefni.

Vinnsla með
loftslagshlutlaust C02

Notum loftslagshlutlaust CO2 sem hráefni

Við vinnslu Gefnar er CO2 annað hvort fengið frá ferlum sem meðhöndla lífmassa eða með föngun úr andrúmsloftinu. Þetta loftslagshlutlausa CO2 getur gert heildarframleiðsluferlið kolefnishlutlaust eða jafnvel kolefnisneikvætt sem aftur eykur verðmæti þeirra íðefna sem til verða við framleiðsluna.

Framleiðsla grænnar iðnaðar- og neytendavöru

Net sérfræðinga

Reynsla okkar og þekking getur nýst þínu fyrirtæki í að stíga mikilvæg skref í átt að grænni framtíð. Við höfum samanlagt áratuga reynslu, höfum aðgang að leiðandi sérfræðingum á sviði grænnar efnafræði og yfirgripsmiklum rannsóknum á okkar sviði.

Samstarfsaðilar

Við erum stolt af því að hafa unnið með fjölbreyttum hópi af kraftmiklum fyrirtækjum sem öll deila áhuga okkar á umhverfisvænni framleiðslu. Um leið og þessir aðilar hafa leitað til okkar með margs háttar vandamál höfum við aðgang að sérfræðingum þeirra. Við deilum þeirri sýn að með rannsóknum og nýsköpun sé hægt að stuðla að efnahagslegum og félagslegum breytingum.