Græn nýsköpun í efnaiðnaði
Við viljum breyta efnaiðnaði með því skipta út óumhverfisefnum efnum sem unnin eru úr jarðefnaeldsneyti. Við viljum hjálpa fyrirtækjum sem vilja stuðla að sjálfbærri framtíð með því að þróa græna iðnaðar- og neytendavörur.
Við styðjum við iðnað sem vill taka þátt í hringrásarhagkerfinu
Gefn er framsækið efnasprotafyrirtæki sem þróar lausnir við framleiðslu á grænum efnavörum í iðnaði en einnig til almennrar notkunar. Við veitum einnig tæknilega ráðgjöf á sviði efnaframleiðslu.
Sjálfbært samfélag er allra hagur
Það er hagkvæmara og umhverfisvænna að endurvinna
Við hjálpum fyrirtækjum að nýta hráefni sem þau vinna betur en gert er í dag um leið og við aðstoðum þau við að gera framleiðslu sína kolefnishlutlausa. Efnin sem verða til með tækni Gefnar er hægt að nýta á hagkvæman hátt í margskonar iðnaðar- og neytendavöru. Stefna Gefnar er að þróa efni sem eru eins ódýr og umhverfisvæn og mögulegt er.
Net sérfræðinga
Reynsla okkar og þekking getur nýst þínu fyrirtæki í að stíga mikilvæg skref í átt að grænni framtíð. Við höfum samanlagt áratuga reynslu, höfum aðgang að leiðandi sérfræðingum á sviði grænnar efnafræði og yfirgripsmiklum rannsóknum á okkar sviði.
Samstarfsaðilar
Við erum stolt af því að hafa unnið með fjölbreyttum hópi af kraftmiklum fyrirtækjum sem öll deila áhuga okkar á umhverfisvænni framleiðslu. Um leið og þessir aðilar hafa leitað til okkar með margs háttar vandamál höfum við aðgang að sérfræðingum þeirra. Hópurinn á það sammerkt að vilja nýta vísindi og tækni við að þróa umhverfisvænar lausnir og tryggja þannig kolefnishlutlaust samfélag. Við deilum þeirri sýn að með rannsóknum og nýsköpun sé hægt að stuðla að efnahagslegum og félagslegum breytingum.